apríl 12th, 2007

Bæjarráð í morgun kl. 8.00

Í morgun kl. 8.00 hófst fundur í bæjarráði Árborgar og stóð fundurinn til kl. 9.20.
Það var til dæmis samþykkt;
Bæjarráð samþykkir að fela Fjölskyldumiðstöð að skoða möguleika á auknum stuðningi sveitarfélagsins við heilsueflandi starfsemi fyrir aldraða í samráði við félög aldraðra og þá sem málið varðar. Tillaga liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.

Einnig samþykkt tillaga um flutning sérdeildar í nýtt húsnæði í Sunnulækjarskóla –
Bæjarráð samþykkir tillöguna samhljóða og felur verkefnisstjóra fræðslumála að vinna áfram að málinu.