mars 13th, 2007

Vinabæjarmót í Kalmar.

Í sumar er vinabæjarmót í Kalmar í Svíþjóð.  Árborg er í vinabæjarsamstarfi með fjórum löndum.  Arendal í Noregi, Kalmar í Svíþjóð, Savolinna í Finnlandi og Silkiborg í Danmörku.  Vinabæjarsamstarf er skemmtilegur vettvangur til að kynnast starfi í öðrum löndum. Kynnast fólki sem er að starfa á sama vettvangi og við en við allt aðrar aðstæður.  Við höfum farið á tvö slík mót, fyrst hér í Árborg og síðan í Arendal.  Við eignuðumst mjög góða vini frá Arendal sem hafa heimsótt okkur fjóru sinnum og við höfum farið einu sinni til þeirra.  Mjög skemmtilegur vettvangur til vinatengsla.