mars 18th, 2007

Sunnudagurinn 18. mars 2007

Í dag fórum við Jónas á handboltaleik í Íþróttahúsinu við Vallaskóla.  Þar voru að spila 2. flokkur Selfoss og ÍBV.   Strákarnir okkar stóðu sig vel og unnu 33 – 24.  Góður leikur hjá strákunum.

Við litum síðan í kaffi til Önnu Stínu systir og Hafsteins þar sem spáð var í lífsins gagn og nauðsynjar.

Um kvöldmat fórum við til Reykjavíkur á fund í hjónaklúbbnum okkar en við höfum ekki náð saman nokkuð lengi.  Góð og notaleg stund í hópi vina.

Ekkert veður var í dag til hrossaflutninga.