mars 13th, 2007

Sif í landsliðinu í fótbolta.

Um þessar mundir er kvennalandsliðið í fótbolta í Portúgal. Í hópnum er hún Sif tengdadóttir okkar, unnusta Erlings Arnar. Hún spilar með Val.  Sif er dóttir Atla Eðvaldssonar og Steinunnar Guðnadóttur.

Einnig eru í hópnum frænkur mínar tvær, Gréta Mjöll dóttir Samma bróður míns og Hólmfríður dóttir Magnúsar föðurbróður míns.
Frábært að hafa þrjár úr sömu fjölskyldunni í landsliðinu í fótbolta.