mars 1st, 2007

Bæjarráð

Í morgun var fundur í Bæjarráði sem hófst kl. 8.00 að venju. Þar var meðal annars skipa í vinnuhóp  til að vinna að nánari útfærslu verðlaunatillögu um miðbæjarskipulag

Bæjarráð samþykkir að skipa 10 manna hóp sem vinni að nánari
útfærslu verðlaunatillögu um miðbæjarskipulag á Selfossi.  Í hópnum
verði framkvæmdastjóri Framkvæmda- og veitusviðs, skipulags- og
byggingafulltrúi, bæjarritari, þrír fulltrúar frá hönnuðum tillögunnar
og fjórir bæjarfulltrúar, einn frá hverjum flokki. 

Fulltrúar meirihlutans verða Jón Hjartarson, Ragnheiður Hergeirsdóttir og Þorvaldur Guðmundsson, til vara Hilmar Björgvinsson, Gylfi Þorkelsson og Margrét K. Erlingsdóttir. Fulltrúi minnihlutans verður Elfa Dögg Þórðardóttir og Grímur Arnarson til vara.