janúar 15th, 2006

Bókun um nýja brú yfir Ölfusá, frá Bæjarstjórnarfundi í dag.

 

Bókun:

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Árborgar 2005-2025 er nú fullfrágengið til Skipulagsstofnunar ríkisins og þar með staðsetning á nýrri brú á Ölfsá yfir Efri Laugardælaeyju.

Fullt samkomuleg er um staðsetningu brúarinnar milli Hraungerðishrepps og Sveitarfélagsins Árborg einnig hefur Vegagerð ríkisins lagt áherslu á þetta brúarstæði um áratuga skeið. Af þessu tilefni skorar bæjarstjórn Árborgar á alþingismenn kjördæmisins, Vegagerð ríkisins og samgöngnefnd Alþingis að beita sér fyrir því að ný brú yfir Ölfusá verði sett á vegaáætlun og komi til framkvæmda á næstu fimm árum. Ölfusábrú er einn af mikilvægustu þáttum í samgöngubótum á Suðurlandi þar sem umferðarþungi er mikill. Umferð um Suðurland fer öll um miðbæ Selfoss þar með taldir allir þungaflutningar.

Umferðarálag í miðbænum er algjörlega óviðunandi og gerð er krafa um að þegar verði farið að vinna að lausn málsins

meirihluti S og B lista.