júlí 13th, 2007

Fjölskylduhátíð á Hvammtstanga.

Seinnipartinn í dag fórum við hjónin á stað noður í land.  Leiðin lá að Hvammstanga til Benjamíns móðurbróður míns og Láru konu hans.  Þau hafa boðað til fjölskylduhátíðar um helgina og er tilefnið margir merkir áfangar í lífi fjölskyldunnar á síðasta ári.  Um er að ræða tvö fimmtugsafmæli, 30 ára brúðkaupsafmæli, einn stúdent og svo mætti lengi telja…  Við vorum komin norður um miðnættið.  Við fórum héðan að sunnan úr 21stigs hita en þegar við komum niður Holtavörðuheiði var einungis 7 gráður ….. þannig að heldur kólnaði nú þegar maður renndi niður fjallveginn…  Við tjölduðum á tjaldsvæðinu á Hvammstanga sem  ég mæli eindregið með.  Flott aðstaða fyrir ferðamenn.