mars 15th, 2007

Áframhaldandi samstarf við Fræðslunetið

Á fundi bæjarráðs í morgun var samþykkta áframhald á samstarfi við Fræðslunet Suðurlands um   Vísinda- og rannsóknarsjóð FnS. –

Svona var afgreiðslan;
Jón Hjartarson, V-lista, vék af fundi við afgreiðslu málsins vegna vanhæfis.
Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, kom inn á fundinn sem varamaður.


Bæjarráð samþykkir að framlengja samning um þetta mikilvæga verkefni til næstu 5 ára og hækka árlegt framlag úr 100 þus.kr. í 150 þus.kr. Bæjarráð felur bæjarstjóra af ganga frá samningi í samræmi við þessa ákvörðun.


Jón Hjartarson kom aftur inn á fundinn að afgreiðslu málsins lokinni og Þorvaldur Guðmundsson vék af fundi.