mars 15th, 2007

Fimmtudagurinn 15. mars

Í dag er að venju annasamt á skrifstofunni þegar 15 dagur mánaðar rennur upp.  Við erum með mikinn fjölda sem við reiknum laun fyrir og skilum öllum gögnum af.  Þannig að það er ávallt sprettur til að ná í alla fyrir lokun banka.

Kvöldið notaði ég til að ljúka við heimasíðuna mína sem ég er búin að vera með í smíðum um þó nokkurn tíma.  Orðin nokkuð sátt og opna sennilega á morgun.