4. mars 2006

Fjölmenni í Framsóknarsalnum í kaffi.

Í morgun var góður hópur manna í morgunkaffi Framsóknarflokksins í Árborg, ánægjulegt að alltaf er að fjölga og umræður eru líflegar.

Lesa meira

3. mars 2006

Framsóknarkaffi á laugardagsmorgnum kl 10-12

Alla laugardaga frá 10-12 er morgunkaffi hjá Framsóknarflokknum í salnum okkar við Eyraveg. Líttu við, bæjarfulltrúarnir eru á staðnum.

Lesa meira

2. mars 2006

Framtíðaruppbygging Barnaskólans við ströndina !

 

Lesa meira

1. mars 2006

Marsmánuður runninn upp !

Í dag er fyrsti dagur marsmánaðar og vorið nálgast óðfluga. Í bæjarmálunum eru ekki margir formlegir fundir þessa dagana en þó erum við að vinna í nokkrum vinnuhópum í hinum ýmsu málum, meðal annars erum við að skoða dagvistunarmál og mötuneytismál leik- og grunnskóla. Í öllum málaflokkum er nauðsynlegt að setjast niður öðru hverju og fara yfir málin og sjá hvort að sé verið að gera eins vel og mögulegt er, eins hvort nýta megi fjármagn betur til betri þjónustu við íbúana.

Lesa meira

28. febrúar 2006

Meirihlutinn hittist í dag.

Í dag er fundur í meirihluta Bæjarstjórnar kl. 17.00, Björn Bjarndal Jónsson mun mæta fyrir mína hönd þar sem ég verð í Reykjavík á öðrum fundi.

Lesa meira

26. febrúar 2006

Sunnudagur

Sunnudagur á að mínu mati að vera dagur fjölskyldunnar, dagur þar sem maður notar tímann til að líta í bók eða að sinna því sem annars er ekki tími til. Ég hef nú nokkrum sinnum lofað mér því að vinna ekki á sunnudögum. Nú er þó svo komið að ég get ekki haldið þetta loforð þar sem ég var að vinna í dag og í gær. Framundan er annatími á skrifstofunni og í pólitíkinni þannig að allir dagar verða undir.

Lesa meira

25. febrúar 2006

Morgunkaffi Framsóknarflokksins.

Í dag er opið hús í Framsóknarsalnum frá 10 – 12. Komið við fáið ykkur morgunkaffi og spallið saman. Bæjarfulltrúar flokksins eru á staðnum.

Lesa meira