14. mars 2006

Vikulegur fundur meirihlutans kl. 17.00

Í dag var vikulegur vinnufundur meirihluta Bæjarstjórnar. Hófst fundurinn kl. 17.00 og lau honum kl. 21.30. Þessir fundir eru oft langir og strangir.

Lesa meira

13. mars 2006

Vinnufundur meirihlutans…

Það er í ansi mörg horn að líta þessa dagana hjá meirihluta Bæjarstjórnar Árborgar og bættum við aukafund við vegna þess sem hófst kl. 17.00 og stóð hann til 19.00


Málefnavinnu Framsóknarmanna í Árborg vegna bæjarstjórnarkosninga var haldið áfram í kvöld. Ágætlega var mætt, en endilega bætist við hópinn næsta mánudagskvöld kl. 20:00

Lesa meira

11. mars 2006

Laugardagarnir nýttir til vinnu

Yfir skattatímann er það yfirleitt þannig að ég vinn á laugardögum og sunnudögum. Það kemur sér að ég hef ótrúlega gaman af því að glíma við skattframtöl…!

Í morgun milli 10 og 12 var vikulegt morgunkaffi hjá Framsóknarflokknum að Eyravegi 15. Alltaf gaman að hittast og spjalla. Bæjarfulltrúar eru alltaf á staðnum. Líttu við næsta laugardag.

Lesa meira

11. mars 2006

Uppþot á Ungfrú Suðurland !

Unglingahljómsveitin Uppþot spilaði í gærkvöldi tvö lög fyrir gesti á Ungfrú Suðurland á Hótel Selfoss. Drengirnir eru allir grunnskólanemendur og mega ekki fara inn á vínveitingahúsog fóru því í fylgd foreldraog forráðamanna.

Lesa meira

10. mars 2006

Systraklúbbur Grand/Contreu hittist !

Í kvöld hittumst við systur í Grand/Contreu klúbbnum. Í klúbbnum eru 12 systur… við eigum það allar sameiginlegt að hafa verið þjónar á Hótel Selfoss fyrir nokkrum árum..! Klúbburinn hittist tvisvar til fjórum sinnum á ári. Það er orðið langt síðan ég hef komist á fund hjá systrum mínum, en fundir klúbbsins eru alltaf ógleymanlegir. Hávaðinn hefði nú sennilega mælst yfir mörkum þegar við vorum komnar 9 saman til Möggu mágkonu. Magga og Sigga buðu upp á frábæran kvöldverð.Kvöldið var mjög skemmtilegt ogfrábært að eiga svona stund með systrum sínum !

Lesa meira

10. mars 2006

Uppþot varð í þriðja sæti í SAMFÉS.

Unglingahljómsveitin Uppþot varð í þriðja sæti í úrslitakeppni Samfés sem haldin var í Mosfellsbæ á dögunum. Í hljómsveitinni eru, Óskar, Marinó, Ragnar, Fannar og Guðmundur. Frábær árangur hjá strákunum, til hamingju með þetta.

Lesa meira

10. mars 2006

Skattagögn koma í hús.

Þessa dagana er töluverður erill á skrifstofunni og margt um manninn allir viðskiptavinir okkar eru að koma með skattagögnin sín vegna framtalsins 2006. Framundan miklar annir og skemmtilegur tími.

Lesa meira