17. mars 2006

Föstudagur.

Í dag var hefðbundinn vinnudagur og ótrúlegt en satt enginn fundur hjá mér. Ég fór heim úr vinnunni rúmlega fimm. Við fengum gesti í kvöldmat, þau Möggu mágkonu og Jón, áttum saman frábært kvöld.

Lesa meira

16. mars 2006

Leit við hjá mömmu og pabba.

Á heimleiðinni frá Laugalandi kom ég aðeins við á Hellu hjá foreldrum mínum. Leit við í búðinni hjá mömmu sem var í óðaönn að búa til blómvönd vegna afmælis í hreppnum. Pabbi var að sýsla við hestana sína. Ég fór með þeim heim og áttum við saman góða stund þó að hún væri ekki löng. Það er einhvernveginn þannig í önnum dagsins að maður gefur sér aldrei nægan tíma til að vera með sínum nánustu. Samt eru þessar stundir þær dýrmætustu sem maður á.

Lesa meira

16. mars 2006

Skemmtilegt á Laugalandi í dag.

Í dag fór ég í Laugalandsskóla til að dæma í stóru upplestrarkeppninni. Skólarnir sem kepptu voru, Laugalandsskóli, Helluskóli, Hvolsskóli, Víkurskóli og Kirkjubæjarskóli alls 10 unglingar úr 7. bekk. Það var alveg frábært að fá tækifæri til að taka þátt í þessari keppni sem dómari. Krakkarnir stóðu sig hvert öðru betur, en eins og í öllum keppnum er það alltaf einhver einn sem vinnur og í dag var úr vöndu að ráða. Í fyrsta sætir var Fjóla Kristín, í öðru sæti Ragnheiður báðar frá Laugalandsskóla og í þriðja sæti var Berglind frá Kirkjubæjarskóla, aukaverðlaun voru veitt Klöru Lind úr Hvolsskóla. Góður dagur með flottum krökkum.

Lesa meira

16. mars 2006

Lokahátíð í stóru upplestrarkeppninni á Laugalandi í dag.

Í dag kl. 15.30 er ein af þremur lokahátíðum í stóru upplestrarkeppni grunnskólanna á Suðurlandi erá Laugalandi í Holtum. Ég verð ein af dómurum keppninnar og hlakka ég til þessa verkefnis.

Lesa meira

16. mars 2006

Samstarfssamningur um uppbyggingu reiðvega.

Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og Hestamannafélagsins Sleipnis um uppbyggingu reiðvega samkvæmt nýju aðalskipulagi. Samningurinner til í áttaára ogmunu greiðslur Árborgar verða samtals 30 milljónir. Á fyrsta og öðru ári 6 milljónir, síðan 3 milljónir á ári í 6 ár. Samningur þessi skiptir miklu máli við markvissa uppbyggingu reiðvega. Hestamannafélagið Sleiðnir mun sækja um mótframlag til reiðveganefndar Landssambands Hestamanna og mun þetta samstarf flýta mjög allri uppbygginu reiðvega. Fyrsta verkefnið verður unnið núna á þessu vori og er þaðreiðvegur frá Selfossi niður á strönd,hann verður lagður ofaná nýja vatnslögn sem verið er að leggja þangað. Þessi samningur mun gjörbreyta allri aðstöðu hestamanna til að stunda útreiðar í sveitarfélaginu

Lesa meira

16. mars 2006

Fundur hjá Félagi kvenna í Atvinnurekstri.

Kl. 9.00 verður fyrsti fundur nýrrar deildar hjá Félagi kvenna í atvinnureksti á Suðurlandi í Rauðahúsinu á Eyrarbakka. Haldinn var undirbúningsfundur fyrir um mánuði síðan á Hótel Selfoss fyrir deildina, á þann fund mættu um 60 konur af Suðurlandi. Spennandi starf framundan í deildinni, það verður gaman að kynnast öllum þessum fjölmörgu konum sem stjórna eða reka fyrirtæki á Suðurlandi.

Lesa meira

15. mars 2006

Formleg opnun deildanna við Árbæ í dag kl.15.30

Í dag er formleg opnun á deildunum sem bætt var við leikskólann Árbæ. Ég hlakka til að koma til þeirra og sjá hvernig þetta kemur út. Búið er að opna formlega í Álfheimum og koma deildirnar mjög vel út þar. Þær eru bjartar og rúmgóðar, mjög vel heppnað þar.

Í dag fór ég og var við formlega opnun nýrra leikskóladeilda við leikskólann Árbæ. Deildirnar eru bjartar og fallegar. Aðstaðan þar til mikillar fyrirmyndar og er alveg víst að þar munu börnum og starfsmönnum líða vel. Til hamingju Árbær með nýju deildirnar.

Lesa meira