september 27th, 2012

Indý kom sá og sigraði

30.6.2008 09:41

Við hjónin fórum um hádegi í dag til Reykjavíkur með Indý á hundasýningu.  Auðvitað var hún lang flottust eins og við auðvitað vissum.
Hún var fyrst sýnd í tíka flokki hvolpa í sínu kyni þar vann hún.  Síðan keppti hún við hvolpinn sem vann hundaflokkinn í kyninu og vann hann.  Þá vann hún sér inn rétt til að keppa sem besti hvolpur sýningarinnar 6-9 mánaða og auðvitað vann hún þar líka.   

Australian Shepherd hundar voru að koma mjög vel út úr sýningunni og var Fjöður hennar Önnu Bjargar vinkonu minnar til dæmis besti hundur kynsins og líka besti hundur í flokknum.

Við sem sagt komum með stæl inn í hundaræktina…  Sýningin var mjög flott og gaman að sjá hve mikið er lagt í umgjörð og umhverfi.

Frábær dagur fyrir  eigendur Australian Shepherd hunda