apríl 24th, 2008

Gleðilegt sumar


Ég vil óska ykkur öllum gleðilegs sumars og hjartans þökk fyrir veturinn.

Þessi vetur hefur nú verið með þeim erfiðari hér á Suðurlandi, ófærð og vond veður voru eiginlega nær daglegt brauð.  Strákarnir mínir hafa verið að keyra sig á milli Selfoss / Reykjavík vegna náms í nokkur ár og er þetta fyrsti veturinn sem hægt er að telja dagana sem dottið hafa niður í skólasókn vegna veðurs.  Ég held að Gústaf hafi ekki komist í skólann vegna veðurs í 6 eða 7 daga bara núna eftir áramótin.

"Nú er komið sumar, sól í heiði skýn, vetur burtu farinn, tilveran er fín " 
svona söng Pálmi Gunnarsson og Mannakorn sumarið 1985, frábær texti um sumarið.