september 8th, 2007

Svínadalur í Skaftártungum

Í morgun fórum við af stað austur í Svínadal, við komum við í Vík og fór ég í kirkjugarðinn að leiði Ellu vinkonu minnar með rauða rós,  Ella lést í 11. október 1997 langt fyrir aldurfram aðeins 36 ára gömul.  Við fengum okkur kaffi í Víkurskála hjá Guðmundi og Lóu, en þau voru á fullu í lokafrágangi vegna í skálanum en þau eru að hætta rekstri hans og flytja á Selfoss, Guðmundur mun taka við rekstir á N1 í Fossnesti.  Áfram var haldið og komum við í Svínadal um fjögur leitið.  Ótrúleg upplifun var að koma á þennan stað, náttúrufegurinn er stórkostleg, friðurinn og kyrrðin.  Í Svínadal er greinilegt að þar hefur verið mikill búskapur og var gaman að ganga um gömlu húsin og sjá gamla tímann í nútímanum.  Íbúðarhúsið er þriggja hæða en það var byggt 1930, í því eru 6 svefnherbergi, stofa og eldhús.  Við áttum góða stund með góðum vinum á þessum dásamlega stað.