september 14th, 2007

Afmælisdagur Mumma Meistara.

Í dag á vinur minn Guðmundur Kr. Jónsson afmæli, hann mætti í morgunkaffi eins og svo oft áður á föstudagsmorgni í vinnuna til okkar, en nú mætti hann með tertu með sér í tilefni dagsins.  Til hamingju með daginn kæri vin.

Eftir að við fluttum skrifstofuna höfum við og fyrrum sambýlingar okkar hjá VGK-Hönnun skipst á að hafa kaffi á föstudögum.  Við förum nú á milli húsa sitt hvorn föstudaginn og eigum saman hálftíma allur hópurinn.  Það er gott að halda böndunum sem binda þennan hóp saman lifandi með þessum hætti.  Það er nú í okkur söknuður eftir daglegum samskiptum við fyrrum samstarfsfélaga okkar, en sem betur fer höldum við hópinn ennþá þó ekki sé um dagleg samskipti að ræða.

Þannig að afmæliskaffið hjá Mumma Meistara var fjölmennt í morgun, sennilega 15 manns.