ágúst 11th, 2007

Sléttusöngur

Í kvöld fórum við á Sléttusönginn sem er árleg hátíð hér á Selfossi.  Samkór Selfoss heldur utan um þessa skemmtun fyrir sveitarfélagið.  Skemmtunin fór vel fram og var fullt af fólki.  Einstaklega er vel til fundið að hafa þessa skemmtun sömu helgi og Olísmótið er á íþróttavellinum.  Tjaldstæðin full af fólki sem njóta stundarinnar með íbúum.  Skemmtuninni lauk með flugeldasýningu.

Flott kvöld hjá Samkórnum.