ágúst 13th, 2007

Fyrsti vinnudagurinn í nýju húsnæði.

Ég mætti í vinnu kl. 8.00 í morgun á nýja skrifstofu.  Dagurinn var þægilegur og frekar rólegur.  Skrifstofan er notaleg og er hljóðvistin töluvert betri en á gamla staðnum.  Umferðarhávaðinn er mikið minni sem betur fer.  Ég lét skipta um gler í framhliðinni sem skiptir sköpum í hljóðeinangrun.
Það er stór áfangi að vera komin í eigið húsnæði með reksturinn.    Góður dagur á skrifstofunni.