júlí 26th, 2007

Á leið norður á Strandir.

Í dag erum við hjónin ásamt drengjunum okkar og tengdadóttur á leið noður í Trékyllisvík á ættarmót.  Við ætlum að keyra í kvöld að Klúku í Bjarnafirði (Laugarhóli) og tjalda þar í kvöld.  Það eru orðin æði mörg ár síðan við höfum farið heila helgi með alla drengina okkar með okkur.  Framundan frábær helgi með Erlingi, Gústaf, Marinó og Unni Ósk.