júní 14th, 2007

Nýtt bæjarráð í morgun.

Í morgun tók nýtt bæjarráð við eins og venja er í júní ár hvert.  Bæjarráð er alltaf kosið til eins árs í senn.  Meirihluta flokkarnir höfðu skipti á embættum, Jón Hjartarson er forseti bæjarstjórnar og er ég formaður bæjarráðs þar til í ágúst en þá tekur Þorvaldur við.  Hann tekur frí frá embættum í sumar og er það fyrsta fríið hans í fimm ár.