júní 3rd, 2007

Fórum á hestbak með góðum vinum…

Í gærkvöldi komu ríðandi úr Mosfellsbænum æskuvinir mínir frá Hellu, bræðurnir Pálmi og Runólfur  Smári Steinþórssynir, ásamt eiginkonum Smára, henni Bettý og Steinþóri syni þeirra.  Þau höfðu verið í rigningu nær alla leiðina þannig að hrossin voru fegin að komast í hús hér á Selfossi.  Við riðum síðan með þeim á stað í dag í slagveðri en þau voru á leið í sumarhagana með hrossin að Berustöðum í Ásahreppi.