júní 15th, 2007

Fjölskylduferð Mönnýar

Í dag fór starfsmannafélagið Mönný, sem er félag okkar starfsmanna Hjá Maddý og VGK Hönnunar, í sumarferð fjölskyldunnar.  Við fórum nú ekki langt en þó með tjöld og tilheyrandi í Þrastaskóg, þar var grillað, sungið og trallað.  Frábært ferð með góðum vinum.  Börnin skemmtu sér í skóginum og við fullorðna fólkið nutum veðurblíðunnar og samverunnar.  Þrastaskógur er alveg einstök paradís við bæjardyr okkar hér í Árborg og er hverjum manni holt að skjótast þangað til að dvelja á flötinni í tjaldi eða bara að ganga um skóginn.