maí 29th, 2007

Stefán Ármann tvítugur í dag.

Í dag er Stefán Ármann sonur Möggu mágkonu tvítugur.  Manni finnst skrítið þegar litlu börnin eru orðin fullorðin og að horfa á þau fullornast án þess að maður eldist sjálfur. Stefán og Gústaf eru jafngamlir og hafa verið vinir frá því þeir fæddust, léku sér saman alla daga nema meðan Stefán bjó í Ólafsvík með mömmu sinni og fjölskyldunni.  Stefán hefur alltaf verið léttur og skemmtilegur piltur, uppátæki þeirra félaganna voru oft viðamikil og mis vinsæl hjá foreldrunum.   Í dag taka félagarnir gjarnan gítarana sína, spila saman og syngja.  Góðir félagar strákarnir okkar allir.
Til hamingju með daginn Stefán minn.