maí 1st, 2007

Hér ólst mamma mín upp.

Drangar







Drangar voru stórbýli að fornu, en þar var föst búseta allt til ársins 1966 og enn dvelst fjölskyldan sem síðast bjó á Dröngum þar sumarlangt. Bærinn er norðan við hin víðþekktu Drangaskörð og er mjög einangraður, þangað er aðeins farið gangandi, ríðandi eða á sjó. Á Dröngum standa mörg merkileg hús, m.a. mjög forn hákarlahjallur sem nýverið var lagfærður.










Á Dröngum – ljósmynd: Vignir Örn Pálsson

Túnið á Dröngum er vel gróið og hvönnin setur mikinn svip á umhverfið. Gríðarmikið kríuvarp er líka í túninu á Dröngum. Yfir bænum gnæfir Bæjarfjall, hömrum girt og skriðurunnið. Á Dröngum var forðum bænhús enda kirkjuvegur erfiður og langur. Hlunnindi eru gríðarmikil á Dröngum, selveiði, æðarvarp og reki.








Gamall hákarlahjallur á Dröngum – ljósmynd: Vignir Örn Pálsson

Skammt norðan við Dranga fellur Húsá til sjávar, að hluta til í gljúfrum. Þar eru tveir fossar – Stórifoss heitir sá efri og Nónfoss sá neðri. Göngubrú er á Húsá. Vestur af ánni er Laugamýri þar sem heitt vatn er að finna. Þar hefur verið gerð baðlaug.


Þorvaldur Ásvaldsson, faðir Eiríks rauða, var landnámsmaður á Dröngum. Er sagt að hann sé heygður að Meyjarseli, sem er nokkuð norðan við Dranga. Þar eru miklar tóftir á Meyjarselstanga. Upp af tanganum eru þrír Selhólar og á Þorvaldur að hvíla í einum þeirra. Fram af Meyjarselstanga er Tólfmannaboði. Þar eiga að hafa farist 12 menn sem voru á leið í messu að Dröngum á gamlársdag.
Tekið af vestfjarðarvefnum. 
http://www.vestfirdir.is

maí 1st, 2007

Hér ólst mamma mín upp.

 

Drangar

Drangar voru stórbýli að fornu, en þar var föst búseta allt til ársins 1966 og enn dvelst fjölskyldan sem síðast bjó á Dröngum þar sumarlangt. Bærinn er norðan við hin víðþekktu Drangaskörð og er mjög einangraður, þangað er aðeins farið gangandi, ríðandi eða á sjó. Á Dröngum standa mörg merkileg hús, m.a. mjög forn hákarlahjallur sem nýverið var lagfærður.


Á Dröngum – ljósmynd: Vignir Örn Pálsson

Túnið á Dröngum er vel gróið og hvönnin setur mikinn svip á umhverfið. Gríðarmikið kríuvarp er líka í túninu á Dröngum. Yfir bænum gnæfir Bæjarfjall, hömrum girt og skriðurunnið. Á Dröngum var forðum bænhús enda kirkjuvegur erfiður og langur. Hlunnindi eru gríðarmikil á Dröngum, selveiði, æðarvarp og reki.

Gamall hákarlahjallur á Dröngum – ljósmynd: Vignir Örn Pálsson

Skammt norðan við Dranga fellur Húsá til sjávar, að hluta til í gljúfrum. Þar eru tveir fossar – Stórifoss heitir sá efri og Nónfoss sá neðri. Göngubrú er á Húsá. Vestur af ánni er Laugamýri þar sem heitt vatn er að finna. Þar hefur verið gerð baðlaug.

Þorvaldur Ásvaldsson, faðir Eiríks rauða, var landnámsmaður á Dröngum. Er sagt að hann sé heygður að Meyjarseli, sem er nokkuð norðan við Dranga. Þar eru miklar tóftir á Meyjarselstanga. Upp af tanganum eru þrír Selhólar og á Þorvaldur að hvíla í einum þeirra. Fram af Meyjarselstanga er Tólfmannaboði. Þar eiga að hafa farist 12 menn sem voru á leið í messu að Dröngum á gamlársdag.
Tekið af vestfjarðarvefnum.  
http://www.vestfirdir.is