maí 31st, 2007

Bæjarráð stóð til 10.35

Í morgun hófst fundur í bæjarráði kl. 8.10 og stóð hann fram til kl. 10.35.   þetta er lengsti fundurinn sem ég hef setið án þess að  gestir hafi komið inn á fundinn.    Þetta var fyrsti fundur sem Eyþór Arnalds sat fyrir sveitarfélagið, en hann var að koma til starfa eftir árs leyfi.   Á fundinum voru afgreidd þó nokkur þung skipulagsmál og dálítið tekið af fundarhléum og nokkuð var bókað.  Endilega kíkið á fundagerðina inn á http://arborg.is ,  mjög greinilegt er hér í Árborg að skilin eru mikil á milli meiri og minnihluta, það eru því miður ekki mörg mál sem við sameinumst um.  Samt  erum við öll kjörin til sama verksins til að gera gott sveitarfélag betra.  Það hefur orðið mikil breyting á samstarfi í bæjarstjórn á þessu kjörtímabili miðað við það síðasta.  Á síðasta kjörtímabili var samstarf minni og meirihluta gott þó að Páll Leó væri vissulega með aðhald og gagnrýni þegar honum fannst þurfa en hann tók ávallt undir og stóð með góðum málum.  Páll Leó stóð sig vel sem bæjarfulltrúi og er góður vinur og félagi sem einstaklega ánægjulegt var að vinna með.  Sjálfstæðismenn mega vera stoltir af bæjarfulltrúum sínum frá fyrra kjörtímabili þeir stóðu sig vel.  Vonandi verða þeir  eins stoltir af sínu fólki þegar þessu kjörímabili verður lokið.