apríl 15th, 2007

Hross tekin á hús.

Um hádegið skruppum við Jónas ásamt Magnúsi fóstursyni okkar upp að Stóru Reykjum og sóttum fjögur hross.  Tvö tókum við í hús hér á Selfossi, Magnús tók eitt í tamningu og folaldið sitt fór hann með í fóðrun í Austurkot.