mars 7th, 2007

Stjórnarfundur SASS

Í dag kl. 17.00 hófst stjórnarfundur SASS, þetta er fyrsti fundurinn sem ég sit þetta kjörtímabil.  Björn Bjarndal hefur verið aðalmaður í stjórn en hefur nú óskað eftir lausn frá störfum og tók ég því við sæti hans, á fundinum var ég jafnframt kosin varaformaður samtakanna. 
Í stjórninni eru konur í meirihluta og er það einstaklega ánægjulegt en jafnframt sjaldgæft í stjórnum og ráðum.  Konur standa þó víða framalega í sveitastjórnum á Suðurlandi eftir síðustu kosningar.
Í stjórn SASS eru, Gunnar Þorgeirsson formaður Grímsnes og grafningshreppi, Aldís Hafsteinsdóttir Hveragerði, Þórunn Jóna Hauksdóttir Hveragerði, Unnur Brá Konráðsdóttir Rangárþingi eystra, Jóna Sigurbjartsdóttir Skaftárhreppi, Elliði Vignisson Vestmannaeyjum og síðan ég.