mars 23rd, 2007

Marinó Geir 17 ára í dag.

Í dag er yngsti drengurinn okkar 17. ára og kominn með bílpróf.  Marinó er nemandi í Fjölbrautarskóla Suðurlands og Tónlistaskóla Árnesinga.  Hann hefur verið í námi í trommuleik í nokkur ár hjá Stefáni Þórhallssyni.  Hann spilar í tveimur hljómsveitum ásamt skólagöngunni.  Marinó er líka í handbolta og spilar með Selfoss. 
Maður sér í börnunum sínum hve tíminn líður hratt, það eru nú ekki mörg ár finnst mér síðan hann byrjaði í leikskólanum Ásheimum hjá Kiddý og síðan í grunnskólanum, en nú er hann að verða fullorðinn maður sem tekur ábyrgð á eigin lífi.  Samt finnst okkur foreldrunum við ekki hafa elst neitt miðað við strákana okkar.

Hann var mjög fús í morgun að keyra mömmu sína í vinnuna þó að ég ætti að mæta tveimur tímum á undan honum.