mars 16th, 2007

Bygginganefnd Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

Í dag kl. 13.30 hófst fundur bygginganefndar vegna skólabygginganna sem áformaðar eru á Eyrarbakka og Stokkseyri.  Við erum að vinna í áætlunum um fermetrafjölda á hvorum stað, nemendaspá næstu árin og svo framvegis.

Það verður mikil breyting í þorpunum við ströndina þegar þessar byggingar rísa.  Skólastarfið mun breytast og allt umhverfi þess.   Í þessum skólabyggingum verður bókasafn eins og er í öllum skólum, verið er að skoða hvort ekki verði hægt að  tengja saman skólabókasafn og bæjarbókasafn þannig að aðstæður lagist á báðum stöðum og styrkar stoðir settar undir starf bæjarbókasafna við ströndina.

Mikilvægt er að horfa til framtíðar og reyna að sjá hlutina fyrir sér.  Til dæmis er að í þessum skólahúsum verði kennslustofur fyrir tónlist og síðan litlar stofur fyrir Tónlistaskóla Árnesinga til að geta tekið nemendur út úr tímum til einkakennslu.  Það mun létta foreldrum snúningana við að koma krökkunum í tónlistanám.  Aðstæður skólanna eru þröngar eins og marg hefur komið fram en nú horfum við fram á bjartari tíma.