mars 8th, 2007

Bókun Bæjarráðs

Lækkun virðisaukaskatts á mat í mötuneytum –
Bæjarráð samþykkir að fela verkefnisstjóra fræðslumála að reikna út áhrif lækkunar virðisaukaskatts á matarkostnað í mötuneytum á skólavist og í leik- og grunnskólum og gera tillögu til bæjarráðs um samsvarandi lækkun til foreldra vegna þessa, fyrir 37. fund bæjarráðs. Einnig felur bæjarráð framkvæmdastjóra fjölskyldumiðstöðvar að ganga eftir því að tilbúinn matur sem sveitarfélagið kaupir af öðrum þjónustuaðilum lækki samsvarandi. Upplýsingar óskast lagðar fyrir bæjarráð fyrir lok mars.