júní 17th, 2006

Gleðilegan þjóðhátíðardag.

Ég vil óska öllum gleðilegs þjóðhátíðardags.
Ég hef nú ekki skrifað á síðuna mína um nokkurt skeið, um má kenna miklum önnum í pólitíkinni og í starfi mínu við skattskil. Einnig hafa skrif þau sem birst hafa á heimasíðum annarra bæjarfulltrúa undanfarið,sem að mínu matieru langt út fyrir það sem eðlilegt telst á síðu tengdri sveitarfélaginu Árborg, gert það að verkum að ég hef verið verulega hugsi um tilverurétt þessara heimasíðna.


Ég hef haft sérstaklega gaman af því að halda úti þessari síðu og gera íbúum mögulegt að fylgjast með því sem ég hef verið að vinna við í mínu starfi sem bæjarfulltrúi og sem einstaklingur í daglegu lífi. Hvert framhaldið verður í þessu er ómögulegt að segja það verður bara að koma í ljós.