apríl 24th, 2006

Skóflustunga að nýrri Björgunarmiðstöð í Árborg

Í dag kl. 16.30 var tekin fyrsta skóflustunga að nýrri Björgunarmiðstöð í Árborg. Í þessu nýja húsi verða, sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Brunavarnir Árnessýslu og Björgunarfélag Árborgar.


Þetta hús er hið myndalegasta og er um 1450 fermetrar að stærð, að hluta til á þremur hæðum. Íöðrum endanum verða Brunavarnir og Sjúkraflutningar, skrifstofu og þjónustubygging á milli en í hinum endanum Björgunarfélagið. Fyrstu skóflustunguna tóku Páll Sigurþórsson einn af stofnfélögum sveitarinnar og Magnús Skúlason framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.


Með þessu að byggja Björgunarmiðstöð í Árborg er stigið stórt skref fram á veginn og horft er til langrar framíðar í uppbyggingu.Það var að mínu mati mikið atriði að ná saman undir eitt þak þessum aðilum, með hugsanlegri aðstöðu fyrir almannavarnir, til að ná samnýtingu og samstarfi eins góðu og mögulegt er.


Með uppbyggingu Björgunarmiðstöðvar í Árborg er að rætast einn af þeim draumum sem ég hef átt í framtíðarsýn Árborgar.


Til hamingju íbúar Árborgar með væntalega Björgunarmiðstöð.