Í dag kl. 17.00 var fyrsti fundur hjá Úthlutunarnefnd Menningarsjóðs barna í Árborg. Í nefndinni eru auk mín, formaður Menningarnefndar Inga Lára Baldvinsdóttir og formaður Leikskólanefndar Arna Ír Gunnarsdóttir. Á fundinum var farið yfir tillögu að samþykktum sjóðsins og undirbúin auglýsing eftir styrkjum. Fundinum lauk kl. 18.15.