Í kvöld hringdi ég til Samma bróður míns en hann er þessa dagana staddur í Genf á ráðstefnu íþróttastjóra. Framundan er skemmtilegur tími hjá okkur systkinunum þar sem við skipum bæði annað sæti á lista Framsóknarflokksins í okkar heimabæjum, hann í Kópavogi en ég hér í Árborg. Það verður gaman hjá okkur að takast á við þessi verkefni og geta deilt reynslu og þekkingu á milli okkar. Skemmtilegt fyrir heimabæinn okkar Hellu „sem alltaf hefur verið vígi sjálfstæðisflokksins“ að hafa alið af sér Framsóknarmenn sem eru í toppbaráttu í öflugum sveitarfélögum.