mars 31st, 2006

Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins.

Í dag kl. 17.00 var miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins í Egilshöllinni. Fundurinn var vel sóttur og er gott hjá flokksmönnum að hittast og stilla saman strengi fyrir kosningarnar framundan. Fram kom hjá Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra og formanni flokksins að eitt af stóru málunum sem eru í gangi í dag eru málefni aldraðra. Mörg atriði eru þar til endurskoðunar og má þar meðal annars nefna tekjutenginu lífeyris aldraðra. Einnig kom fram hjá Halldóri að framundan eru nokkur stór verkefni í uppbyggingu dvalar og hjúkrunarheimila.