febrúar 24th, 2006

Ráðstefna um skólamál.

Í dag kl. 13:00 var ráðstefna á Hótel Selfoss á vegum Skólaskrifstofu Suðurlands um skólamál. Þar voru saman komnir frábærir fyrirlesarar, kynnt var Pisa rannsóknin, skólahald á Hvolsvelli, Piltar og Fsu ná þeir saman, breyting á rekstri grunnskólans, fjölgun starfsmanna í grunnskólum og sjónarhorn sálfræðings um hvort gæði hafi aukist í skólastarfi með fjölgun starfsmanna. Stórgóð ráðstefna þar sem meðal annars kom fram að drengir á landsbyggðinni eru slakari í stærðfræði en stúlkur.