janúar 12th, 2006

Fimmtudagurinn 12. janúar.

Veðurguðirnir eru nú í undarlegu skapi þessa fyrstu daga ársins. Það er ýmist hláka eða snjór…hiti að morgni en frost að kveldi. Í gærmorgun var snjór og frost, en í morgun hiti og asahláka. Leiðindaveður fyrir útigangshross.


Annars hefur dagurinn verið ágætur hjá mér, mikið er að gera í vinnunni þessa daga. Launaframtöl og launamiðar framundan, síðan skattskil einstaklinga og rekstraraðila. Við höfum verið að glíma við bilanir í tölvukerfinu á skrifstofunni síðan í lok desember…. á hverjum degi hætta kerfin að virka og allt fer í strand… þetta hefur verið bagalegt ástand á stundum… og margir klukkutímar hafa liðið undanfarið og við fjórar höfum beðið eftir að viðgerð ljúki. Ég er nú að vona að síðasta uppákoman í morgun sé endapunkturinn á þessu öllu saman.