desember 29th, 2005

Menningarsjóður fyrir börn.

 

Á fundi bæjarstjórnar Árborgar þann 14. desember sl. var samþykkt tillaga skólanefndar grunnskóla Árborgar um stofnun menningarsjóðs fyrir 5 – 16 ára börn. Sjóðnum er ætlað að kynna menningarstarfsemi í sveitarfélaginu og stofnunum tengdu því.

Menningarsjóður fyrir börn.

Á fundi bæjarstjórnar Árborgar þann 14. desember sl. var samþykkt tillaga skólanefndar grunnskóla Árborgar um stofnun menningarsjóðs fyrir 5 – 16 ára börn. Sjóðnum er ætlað að kynna menningarstarfsemi í sveitarfélaginu og stofnunum tengdu því.

Hugmyndin á bak við þessa tillögu er að kenna börnum strax á grunnskólaaldri að nýta þá menningu sem er í heimabyggð. Sá einstaklingur sem fer í sína fyrstu ferð á næsta ári hefur þegar hann lýkur grunnskólanámi fengið 11 kynningar á menningarstarfi í sveitarfélaginu og stofnunum tengdu því. Þessir einstaklingar fá því góðan grunn til framtíðarþekkingar á menningu bæði heima og að heiman.

Úthlutun úr sjóðnum verður í upphafi hvers árs og fær sú stofnun eða það félag sem valið er eingreiðslu í kjölfarið en hefur árið til að sinna verkefninu. Það eiga allar stofnanir og félög sem eru með menningartengda starfsemi möguleika á að verða fyrir valinu, gæti verið leikfélag, kór, safn, skemmtigarður svo eitthvað sé nefnt. Starfsár grunnskólans hefur lengst á síðustu árum sem gerir okkur kleift að bæta inn í skólaárið þáttum sem þessum. Í undirbúningi er menningarsamningur sunnlenskra sveitarfélaga við ríkisvaldið, þar kemur meðal annars fram að auka þurfi notkun íbúa svæðisins á menningu í heimabyggð. Sveitarfélagið Árborg stígur hér mikilvægt skref í að efla þekkingu barna og ungmenna á menningarstarfsemi sem fram fer í heimabyggð.

Margrét K. Erlingsdóttir

Formaður skólanefndar Árborgar og Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.