nóvember 24th, 2005

Skólanefndarfundur til að ganga níu í kvöld !

 

Á fundinum var samþykkti skólanefndað stefna beri að því að rými verði innan grunnskólanna í Árborg til kennslu fyrir Tónlistaskóla Árnesinga. Mikilvægt mál þó að það taki nokkurn tíma að gera þetta mögulegt.

Á fundinum var samþykkti skólanefndað stefna beri að því að rými verði innan grunnskólanna í Árborg til kennslu fyrir Tónlistaskóla Árnesinga. Mikilvægt mál þó að það taki nokkurn tíma að gera þetta mögulegt.

Einnig var Grímur Hergeirsson með niðurstöður könnunar sem gerð var meðal nemenda í 8 – 10 bekk í mars sl. Í þessum niðurstöðum eru atriði sem segja okkur að við þurfum að taka verulega á í forvörnum í Sveitarfélaginu Árborg og að við foreldrar þurfum að skoða okkar nánasta umhverfi vel. Niðurstöður þessar er hægt að nálgast á vef Sveitarfélagsins, undir Fjölskyldumiðstöð, forvarnir. Líttu á þessar niðurstöður þær eru mjög athyglisverðar.

Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir fulltrúi kennara í Vallaskóla vakti athygli á þróunarverkefnum sem eru í gangi í Vallaskóla. Meðal annars er verkefni í Íslensku kennslu í efstu bekkjunum sem nefnist Vallaskólaleiðin sem gengi vel og strax væri sjáanlegur bættur árangur nemenda.

Einnig var skólanefnd með tillögu til Bæjarstjórnar Árborgar um kynningu á menningarstarfsemi fyrir börn frá 5 ára – 16 ára aldurs. Svona lítur tillagan út.

Kynning á menningarstarfi í Sveitarfélaginu Árborg

tillaga til bæjarstjórnar

Skólanefnd Árborgar leggur til við bæjarstjórn Árborgar að stofnaður verði sjóður sem hafi það markmið að kynna börnum á skólaaldri lista- og menningarstarf í Sveitarfélaginu Árborg og menningarstofnanir sem sveitarfélagið er rekstraraðili að í samstarfi við önnur sveitarfélög.

Með skólaaldri í tillögu þessar á skólanefnd við börn frá 5 ára aldri – 16 ára aldurs, eða elsta ár leikskólans og allan grunnskólann.

Greinagerð:

Skólanefnd telur mikilvægt að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að börnum á þessum aldri sé með skipulegum og markvissum hætti kynnt sú menningarstarfsemi sem er í boði innan þess. Með menningaruppeldi frá 5 ára aldri erum við að stuðla að því að börn kynnist strax hve mikið og metnaðarfullt starf er unnið í heimabyggð og aukum líkur á að þau nýti sér hana til langrar framtíðar.

Með menningartengdri starfsemi er m.a. verið að tala um hverskonar söfn og sýningar, leikhús, sönglist, tónlist, skemmtigarðar og margt fleira sem í boði er.

Úthlutun úr sjóðnum verði í höndum úthlutunarnefndar sem skipuð verði formanni skólanefndar, leikskólanefndar og menningarnefndar. Val á menningarstofnun fyrir hvert skólaár verði í janúar ár hvert. Þegar valið hefur farið fram skal semja við rekstaraðila um að taka við öllum börnum á þessum aldri í sveitarfélaginu. Fyrir það fái rekstraraðili eingreiðslu frá sveitarfélaginu.

Þessi sjóður verði óháður því ráðstöfunarfé sem leik- og grunnskólar hafa og hefur ekki áhrif á fjárveitingar í þá.

Í dag eru börn á grunnskólaaldri um 1170 og 5 ára börn eru um 100.