nóvember 8th, 2005

Á ferð með foreldrum mínum

Í morgun kl. 8.30 fór ég til Reykjavíkur að þessu sinni með foreldrum mínum, ég fór að vinna í fyrirtæki þar fram til kl. 15.00. Ég fór síðan með þeim í ýmsa snúninga í heildsölur til að kaupa inn fyrir jólin í verslun móður minnar, við kíktum síðan í kaffi til Fríðu systir og Ása. Síðan fékk ég að keyra nýja jeppann hans pabba heim. Þegar heim var komið kl. 19.00 brunaði ég með Marinó Geir í Þorlákshöfn til Bryndísar sjúkraþjálfara.