maí 3rd, 2007

Umhverfisverðlaun afhent.

Í dag kl. 17.00 voru afhent umhverfisverðlaun Árborgar í Tryggvagarði.  Að þessu sinni var veitt viðurkenning til einstaklings og fyrirtækis.   Hún Sigga í Björk hlaut viðurkenningu fyrir einstaklega umhverfisvænan ferðamáta en hún fer allra sinna ferða á reiðhjóli og hefur alla tíð gert í hvaða veðri sem er, er ávallt með poka með  sér og tínir upp rusl í  leiðinni sem verður á vegi hennar.  Olís Arnbergi fékk viðurkenningu fyrir einstaklega snyrtilegt umhverfi og umhirðu.  Það mættu mörg fyriirtæki taka þá Olís á  „Bellubar“ sér til fyrirmyndar og gera eins fínt hjá sér og halda því við.  Eftir afhendingu viðurkenninga hófu bæjarfulltrúar og gestir hreinsunarátak sveitarfélagsins „tökum á – tökum til“.