mars 24th, 2009

Súpuboð á Læk og kvöldsaga fyrir ömmustelpurnar á Sunnuhvoli

Í kvöld fórum við í súpuboð til hjónanna að Læk í Ölfusi.  Þar búa vinir okkar Hjörtur og Hrönn.  Áttum þar dásamlega stund yfir frábærum mat og notalegheitum.  Með okkur í boðinu voru vinir okkar á Sunnuhvoli í Ölfusi Anna Björg og Siggi ásamt ömmu og afa stelpunum okkar Glódísi og Védísi.  Við Jónas vorum svo heppni að þær systur báðu okkur um að vera afi og amma þeirra til að fylla í skarð sem hafði myndast í lífi þeirra við missir afa síns og ömmu í Kópavogi.  Auðvitað hafnar maður ekki slíkri beiðni.  Við komum því við á Sunnuhvoli og fengu stelpurnar okkar sögu fyrir svefninn frá ömmu.  Sagt var frá Dísunum tveimur sem vöknuðu einn morguninn í sólskini og glitraði sólin á regndropana sem voru á laufblöðum og blómum, þannig að þeir litu út eins og demantar.  Einnig komu fyrir í sögunni góðhestarnir Veigar og Jari.  Mikið er ríkidæmi okkar að fá að njóta þessara forréttinda hjá Dísunum á Sunnuhvoli.