ágúst 27th, 2007

Grænland ferðasaga fimmti hluti.

 

27. ágúst 2007.

Við fórum á fætur um kl. 8 í morgun en komið er að heimferð þó ótrúlegt sé. Magga og Jón komu með nýbakað með morgunkaffinu. Atli og Inge komu til okkar um níuleitið og setið var að spjalli þar til við þurftum að fara á flugvöllinn, en við eigum flug kl. 12.00. 

Veðrið er gott, blankalogn og heiðskýrt. Við fórum aðeins á skrifstofuna hans Atla þar sem Jónas kíkti á heimasíðu Háskólans í Reykjavík til að athuga með niðurstöðuna úr prófinu sínu en auðvitað náði hann prófinu og hefur nú lokið námi sínu við skólann og er þá bara eftir útskriftin. 

Hann hefur því lokið 45 eininga námi og fær diploma í stjórnun og starfsmannamálum. 

Við fórum nú inn á flugstöðina til að tékka okkur inn og fengum við sæti heim…örlítil seinkun var á fluginu frá Keflavík eða um 20 mínútur. Við fórum í loftið kl. 12.10 og er áætlaður flugtími um 2 klst og 50 mínútur. Flugið var mjög gott og þjónustan um borð góð. Flugið var ágætt þó var aðeins ókyrrð en þó ekkert í líkingu við flugið út.

Við erum nú komin heim með hugann fullan af nýjum hugsunum og tilfinningum um þetta fallega land sem er svo ótrúlega ólíkt okkar. Ferðin var í heildina séð hreint frábær og mæli ég eindregið með heimsókn til Nuuk á Grænlandi.