ágúst 16th, 2007

Bæjarráð í dag.

Í dag var fundur í Bæjarráði Árborgar og er þetta síðasti fundurinn sem ég sit sem formaður bæjarráðs.  Í næstu viku tekur Þorvaldur við sem formaður og hefur hann þá lokið sumarleyfi sínu, því fyrsta sem hann hefur tekið frá því hann var kjörinn í sveitarstjórn 2002.  Það var löngu orðið tímabært að ég létti aðeins undir með honum þannig að hann hefði tíma til að sinna fjölskyldunni og áhugamálum sínum. 
Á fundinum voru ekki mörg mál þar sem allt er nú frekar rólegt svona yfir hásumarið.  Þó var fyrir fundinum fundagagerð Sorpstöðvar Suðurlands þar sem sem samþykkt hafði verið að kaupa hlut í Kjötmjölsverksmiðjunni Förgun og var það einstaklega ánægulegt.  Einnig vorum við að samþykkja nýjar reglur um skólamáltíðir í grunnskólum.