júní 7th, 2007

Bæjarráðsfundur í morgun.

Fundurinn hófst kl. 8.10 og stóð til 8.45.
Meðal annars var samþykkt vegna almenningssamgangna;
Minnisblað um leiðir til að koma á almenningssamgöngum innan Árborgar og milli Árborgar og höfuðborgarsvæðisins –

Minnisblaðið var lagt fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bæjarstjóra Hveragerðis um hugsanlega samvinnu varðandi almenningssamgöngur milli Selfoss, Hveragerðis og Reykjavíkur. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að hefja viðræður við Samgönguráðuneytið og Vegagerðina um aðkomu sveitarfélagsins að útboði sérleyfis sem fram fer haustið 2008.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarritara að ræða við forsvarsmann Þingvallaleiðar ehf um möguleika á tilraunaverkefni um almenningssamgöngur innan sveitarfélagsins í haust.