maí 18th, 2007

Bæjarráð á föstudegi.

Í dag var haldinn fundur í bæjarráði Árborgar, þetta var óvenjulega langur fundur sem stóð til að verða hálf elleftu. Þar var meðal annars bókað vegna kostnaðarreiknings laga ríkins sl. 10 ár.
2a) -liður 11, meirihluti bæjarráðs fagnar afgreiðslu stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga á tillögu meirihluta bæjarstórnar Árborgar sem lögð var fyrir stjórnarfund þann 19. mars 2007 og leggur áherslu á að vinna starfshópsins muni styrkja stöðu sveitarfélaganna í samskiptum sínum við ríkisvaldið.
Og vegna fundagerðar Sorpstöðvar Suðurlands vegna urðunar sláturúrgangs og lokunar Kjötmjölsverksmiðjunnar.
2c) -liður 1, bæjarráð Árborgar óskar eftir upplýsingum frá Sorpstöð Suðurlands um hvernig vinnu miðar að því að finna nýjan urðunarstað, þar sem núverandi svæði dugir aðeins út árið 2008.

Bæjarráð Árborgar lýsir yfir áhyggjum vegna lokunar kjötmjölsverksmiðjunnar og gerir athugasemdir við að sláturúrgangur sé urðaður án meðhöndlunar, enda er í fullu gildi samþykkt stjórnar Sorpstöðvarinnar um bann við urðun sláturúrgangs frá 2003. Bæjarráð óskar eftir fundi með formanni og framkvæmdastjóra sorpstöðvar. Bæjarráð felur bæjarritara að boða framkvæmdastjóra og formann stjórnar á næsta bæjarráðsfund.