apríl 20th, 2007

Bæjarráð kl. 10.00 í morgun

Bæjarráðsfundur hófst kl. 10.00 í morgun og stóð í eina klukkustund.  Þar var meðal annars samþykkt tillaga Skólanefndar um bekkjaskiptingu á milli þorpanna við ströndina.
1a) -liður 2, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að aldursskipting milli skólahúsa á Eyrarbakka og Stokkseyri verði á þá leið að 1. til 4. bekkur verði á Stokkseyri og 5. til 10. bekkur á Eyrarbakka.
Einnig var samþykkt tillaga  Umhverfisnefndar um mælingu á loftmengun;
1b) -liður 1, bæjarráð felur yfirverkstjóra umhverfisdeildar að leita eftir samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands um mælingar á loftmengun við stærstu umferðargötur á Selfossi.
-liður 4, bæjarráð fagnar ákvörðun nefndarinnar um daga tileinkaða umhverfinu 3. til 7. maí og hvetur íbúa í sveitarfélaginu til virkrar þátttöku.
Meirihluti bæjarráðs samþykkti tillögu um söfnun og skil á pappír til endurvinnslu, en minnihlutinn gat ekki tekið þátt í svo góðu og einföldu máli og sat hjá;
9.0704080
Bæjarráð Árborgar felur umhverfisnefnd að leggja fram tillögu um hvernig Sveitarfélagið Árborg geti auðveldað íbúum sveitarfélagsins söfnun og skil á pappír til endurvinnslu.
Greinargerð:
Magn pappírs sem fellur til á heimilum, s.s. dagblaða, dreifibréfa, bæklinga, tölvupappírs o.fl. fer sífellt vaxandi. Öllum þessum pappír fylgir mikill kostnaður fyrir sveitarfélögin en þau bera ábyrgð á að losa íbúana við úrgang. Ábyrgð sveitarfélaganna er mikil hvað varðar umhverfisþátt þessa máls. Endurvinnsla pappírs er ekki einungis hagkvæmari kostur heldur en urðun heldur einnig umhverfisvænni. Meirihluti bæjarstjórnar leggur áherslu á að sem mest af þeim pappír sem er í umferð í sveitarfélaginu náist til endurvinnslu. Þá þarf að vera einfalt og þægilegt fyrir íbúa að koma pappír frá sér til endurvinnslu. Því er hér lagt til að umhverfisnefnd verði falið að kanna möguleika til þessa og gera tillögu um aðferð og fyrirkomulag til bæjarráðs.