mars 26th, 2006

Hátíðarmessa í Selfosskirkju.

Í dag kl. 14.00 var hátíðarmessa í Selfosskirkju í tilefni af 50 ára afmæli kirkjunnar, eftir messu var öllum kirkjugestum boðið í messukaffi í Hótel Selfoss. Messan var mjög hátíðleg, Séra Gunnar Björnsson þjónaði fyrir altari en Séra Sigurður Sigurðarson prédikaði. Kirkjukór og barnakór Selfosskirkju sungu í messunni undir stjórn Glúms Gylfasonar og oranisti var Jörg Sondermann. Messan hófst á söng 12 karla en forsöngvari var Stefán Þorleifsson, þeir sungu mjög fallega. Söngur kóranna var að venju mjög góður. Athöfnin var öll mjög falleg og fann maður hátíðarljómann sem barst um alla kirkju. Kirkjan var full af fólki sem síðan fór í kaffi og meðlæti á Hótelið. Kirkjunni hafa verið gefnar góðar gjafir, Kvennfélag kirkjunnar gaf kaleik, platínu og oblátu öskjur úr silfri, Bæjarstjórn Árborgar gaf messuklæði. Selfosskirkja var byggð á árunum 1952 – 1956, hún var vígð 25. mars 1956. Pípuorgel kirkjunnar var vígt 1. nóvember 1964. Í janúar 1975 var tekin ákvörðun um að byggja safnaðarheimili og kirkjuturn við kirkjuna. Framkvæmdir hófust í september 1978 við safnaðarheimilið en 1985 við kirkjuturninn og var þá ákveðið að lengja kirkjuna um 4. metra. Við hátíðarguðþjónustu 11. ágúst 1991 var þess minnst að framkvæmdum við kirkju, turn og safnaðarheimi væri lokið.


En það hafa fleiri sem tengjast kirkjunni átt afmæli núna í mars, Kvennfélag Selfosskirkju varð 40 ára og Kirkjukórinn 60 ára.

mars 26th, 2006

Hátíðarmessa í Selfosskirkju.

 

Í dag kl. 14.00 var hátíðarmessa í Selfosskirkju í tilefni af 50 ára afmæli kirkjunnar, eftir messu var öllum kirkjugestum boðið í messukaffi í Hótel Selfoss. Messan var mjög hátíðleg, Séra Gunnar Björnsson þjónaði fyrir altari en Séra Sigurður Sigurðarson prédikaði. Kirkjukór og barnakór Selfosskirkju sungu í messunni undir stjórn Glúms Gylfasonar og oranisti var Jörg Sondermann. Messan hófst á söng 12 karla en forsöngvari var Stefán Þorleifsson, þeir sungu mjög fallega. Söngur kóranna var að venju mjög góður. Athöfnin var öll mjög falleg og fann maður hátíðarljómann sem barst um alla kirkju. Kirkjan var full af fólki sem síðan fór í kaffi og meðlæti á Hótelið. Kirkjunni hafa verið gefnar góðar gjafir, Kvennfélag kirkjunnar gaf kaleik, platínu og oblátu öskjur úr silfri, Bæjarstjórn Árborgar gaf messuklæði. Selfosskirkja var byggð á árunum 1952 – 1956, hún var vígð 25. mars 1956. Pípuorgel kirkjunnar var vígt 1. nóvember 1964. Í janúar 1975 var tekin ákvörðun um að byggja safnaðarheimili og kirkjuturn við kirkjuna. Framkvæmdir hófust í september 1978 við safnaðarheimilið en 1985 við kirkjuturninn og var þá ákveðið að lengja kirkjuna um 4. metra. Við hátíðarguðþjónustu 11. ágúst 1991 var þess minnst að framkvæmdum við kirkju, turn og safnaðarheimi væri lokið.

En það hafa fleiri sem tengjast kirkjunni átt afmæli núna í mars, Kvennfélag Selfosskirkju varð 40 ára og Kirkjukórinn 60 ára.