febrúar 17th, 2006

Uppþot í Vestmannaeyjum.

Unglingahljómsveitin Uppþot fór í morgun til Vesmannaeyja til að spila á skólaballi fyrir jafnaldra sína. Mikil tilhlökkun var meðal unglinga í Vestmannaeyjum vegna komu hljómsveitarinnar og skemmtunarinnar í kvöld. Hljómsveit þessi er afrakstur félagsmiðstöðvarinnar Zelcius í Árborg en hún mun keppa í undanúrslitum Samfés á næstunni fyrir hennar hönd. Hljómsveitin og umboðsmaður hennar fengu höfðinglegar móttökur í Eyjum eins og venja er þar þegar gesti ber að garði.