janúar 29th, 2006

Uppþot komst áfram í aðalkeppnina

Í gærkveldi voru undanúrslit í SAMFÉS keppninni í Vestmanneyjum þar sem kepptu vinningshafar frá15 félagsmiðstöðvum á Suðurlandi. Sex fulltrúar komust áfram í úrslit í aðalkeppnina sem haldin verður í mars í Mosfellsbæ,hljómsveitin Uppþot frá félagsmiðstöðinni Zelcius erein þeirra.


Meðlimir hennar eru; Óskar Örn Hróbjartsson á bassa, Ragnar Jóhannsson á hljómborð, Marinó Geir Lilliendahl á trommur, Fannar Magnússon á gítar og Guðmundur Þórarinsson sem syngur. Þeir eru allir nemendur í Vallaskóla á Selfossi, í 8, 9 og 10 bekk. Frábær árangur hjá strákunum. Hægt er að skoða myndband af strákunum á þessari slóð. http://www.sudurland.is/eyjafrettir/veftv/veftv.asp?Eyjasyn=samfes_2006.wmv. Hér að neðan er mynd af vinningshöfum keppninar sem birt var á sudurland.is í dag.